Fyrsti bikartitill Hauka í 18 ár

Hakar eru bikarmeistarar 2025.
Hakar eru bikarmeistarar 2025. mbl.is/Ólafur Árdal

Haukar eru bikarmeistarar kvenna í handbolta árið 2025 eftir sigur á Fram, 25:20, á heimavelli sínum á Ásvöllum í dag. Sigurinn var sá fyrsti frá árinu 2007 hjá Haukum og sá fimmti alls.

Fyrri hálfleikur var vægast sagt kaflaskiptur. Haukar byrjuðu mun betur og komust í 5:0. Fram svaraði með fimm mörkum og var staðan 5:5 þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Þá kom þriðji 5:0-kaflinn í fyrri hálfleiknum og var staðan 10:5, Haukum í vil, þegar fimm mínútur voru til leikhlés. Munaði fimm mörkum þegar flautað var til hálfleiks, 11:6.

Inga Dís Jóhannsdóttir sækir að marki Fram í dag.
Inga Dís Jóhannsdóttir sækir að marki Fram í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

Fram skoraði tvö fyrstu mörkin í seinni hálfleik og minnkaði muninn í 11:8. Það gekk hins vegar illa að saxa meira á forskotið og voru Haukar með undirtökin áfram.

Var munurinn kominn aftur upp í fimm mörk, 19:14, þegar seinni hálfleikur var hálfnaður. Hann varð svo sex mörk, 21:15, í fyrsta skipti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Voru Framkonur ekki líklegar til að jafna eftir það og Haukar fögnuðu vel og innilega í leikslok.

Alfa Brá Hagalín sækir að marki Hauka í dag.
Alfa Brá Hagalín sækir að marki Hauka í dag. mbl.is/Ólafur Árdal
Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Fram 20:25 Haukar opna loka
1230. mín. Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá bikarúrslitaleik Fram og Hauka.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert