Gamla ljósmyndin: Ógnarsterkt Valslið

Morgunblaðið/Júlíus

Íþrótta­deild Morg­un­blaðsins og mbl.is held­ur áfram að gramsa í mynda­safni Morg­un­blaðsins og birta á mbl.is á laug­ar­dög­um. 

Á meðfylgj­andi mynd fagna Vals­menn sigri í bik­ar­keppni HSÍ árið 1988 eft­ir býsna ör­ugg­an sig­ur á Breiðabliki í úr­slita­leikn­um í Laug­ar­dals­höll­inni 25:15.

Valsliðið var ógn­ar­sterkt keppn­is­tíma­bilið 1987-88 og varð bæði Íslands-og bikar­meist­ari. Liðið sigraði með sann­fær­andi hætti í báðum keppn­um. 

Júlí­us Sig­ur­jóns­son myndaði úr­slita­leik­inn fyr­ir Morg­un­blaðið og þessi mynd hans birt­ist í blaðinu með um­fjöll­un um leik­inn fimmtu­dag­inn 14. apríl 1988. Þar sjást mikl­ar kemp­ur fagna sigr­in­um: Valdi­mar Gríms­son, Jakob Sig­urðsson, Júlí­us Jónas­son og Theo­dór Guðfinns­son. Á bak við Theo­dór má greina and­lit Ein­ars Þor­varðar­son­ar. 

Ein­ar gerði Blik­um afar erfitt fyr­ir í úr­slita­leikn­um og varði 21 skot og fékk aðeins á sig 15 mörk eins og áður seg­ir. Fyr­ir fram­an hann stóðu firna­sterk­ir varn­ar­menn eins og Júlí­us en einnig Geir Sveins­son auk þess sem úr­slita­leik­ur­inn var síðasti leik­ur Þor­bjarn­ar Guðmunds­son­ar sem leikið hafði með Muln­ings­vél­inni löngu áður. Bikar­úr­slita­leik­irn­ir voru síðustu leik­ir tíma­bils­ins en þá hafði ekki verið tek­in upp úr­slita­keppni í Íslands­mót­inu. 

Ef til vill staldra ein­hverj­ir les­end­ur við að Breiðablik hafi verið í bikar­úr­slita­leik í hand­bolt­an­um. Breiðablik var með öfl­ugt lið und­ir stjórn Geirs Hall­steins­son­ar og hef­ur ekki náð slík­um hæðum síðan. Í marki Blika var Guðmund­ur Hrafn­kels­son sem síðar átti held­ur bet­ur eft­ir að geta sér gott orð í íþrótt­inni. Þar voru einnig kunn­ir hand­bolta­menn eins og Hans Guðmunds­son og Jón Þórir Jóns­son.

Þjálf­ar­inn kunni Kristján Hall­dórs­son var í liðinu og fyr­ir áhuga­sama um ætt­fræði þá var Aðal­steinn Jóns­son í skyttu­stöðunni hægra meg­in. Syn­ir hans Arn­ór Sveinn og Bjarki hafa leikið á Íslands­mót­inu í knatt­spyrnu og Ein­ar Bragi lék ný­lega sína fyrstu lands­leiki í hand­knatt­leik. 

Þegar Val­ur og Breiðablik mætt­ust á Hlíðar­enda í deild­inni þegar langt var liðið á tíma­bilið gerðu þau jafn­tefli 23:23. Logi Berg­mann Eiðsson gat þess í um­fjöll­un sinni í Morg­un­blaðinu að það hafi verið fyrsti leik­ur­inn á tíma­bil­inu þar sem Val­ur fékk á sig meira en 21 mark. Seg­ir það nokkuð um vörn­ina og markvörsl­una. 

Jakob hafði verið landsliðsmaður í mörg ár árið 1988 og Júlí­us og Valdi­mar áttu eft­ir að verða fasta­menn í landsliðinu nán­ast all­an tí­unda ára­tug­inn. Þess­ir þrír voru all­ir í stór­um hlut­verk­um þegar Ísland lék um verðlaun á Ólymp­íu­leik­un­um í Barcelona árið 1992. Theo­dór þjálfaði kvenna­landsliðið um tíma en hann hef­ur áður komið við sögu í Gömlu ljós­mynd­inni en þá í bún­ingi Breiðabliks. 

Í dag er leikið til úr­slita í bik­ar­keppn­inni og fara úr­slita­leik­irn­ir fram á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði. Í karla­flokki mæt­ast Stjarn­an og Fram. Í kvenna­flokki eig­ast við Fram og Hauk­ar. 

mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 6 6 0 0 196:143 53 12
2 Georgía 6 3 0 3 151:162 -11 6
3 Grikkland 6 2 0 4 151:168 -17 4
4 Bosnía 6 1 0 5 143:168 -25 2
11.05 Grikkland 30:23 Bosnía
11.05 Ísland 33:21 Georgía
08.05 Georgía 29:26 Grikkland
07.05 Bosnía 25:34 Ísland
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert