Stórgóður í sigri gegn toppliðinu

Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kristján Örn Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristján Örn Kristjánsson og félagar í Skanderborg unnu mikilvægan sigur gegn toppliði Álaborg, 30:29, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Kristján fór á kostum og skoraði sex mörk og lagði upp tvö.

Skanderborg fór upp í fjórða sætið með sigrinum og er með 25 stig. Álaborg er áfram á toppnum með 33 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert