Leipzig tapaði með þriggja marka mun fyrir Fuchse Berlin í efstu deild þýska handboltans í dag, 33:30.
Andri Már Rúnarsson spilaði mjög vel í liði Leipzig og gerði sjö mörk. Rúnar Sigtryggsson faðir Andra er þjálfari Leipzig.
Mathias Gidsel, leikmaður Fuchse Berlin, var markahæstur allra á vellinum í dag en hann gerði átta mörk.
Leipzig er eftir leikinn í 12. sæti með 17 stig en Fuchse Berlin er í 2. sæti með 33 stig, stigi á eftir toppliði Melsungen.