Íslendingarnir skoruðu 13 mörk fyrir meistarana

Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson.
Benedikt Gunnar Óskarsson og Arnór Snær Óskarsson. Ljósmynd/Kolstad

Íslendingalið Kolstad hafði betur gegn Drammen, 35:29, í norsku úrvalsdeild karla í handknattleik í Drammen í kvöld. 

Kolstad er í öðru sæti deidlarinnar með 40 stig, einu stigi frá toppliði Elverum. 

Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Kolstad en fyrirliðinn Sivaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú og Arnór Snær Óskarsson tvö. 

Ísak Steinsson varði fimm skot í marki Drammen sem er í fimmta sæti með 25 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert