ÍR-ingar nálgast öruggt sæti

Baldur Fritz Bjarnason átti stórleik.
Baldur Fritz Bjarnason átti stórleik. mbl.is/Arnþór Birkisson

ÍR hafði betur gegn HK, 32:29, í úrvalsdeild karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum fór ÍR upp í tíu stig og er nú jafnt Gróttu í 10. sæti, síðasta örugga sætinu í deildinni. HK er í áttunda sæti með 16 stig.

Eftir jafnræði fyrstu mínúturnar náði ÍR undirtökunum seinni hluta fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi 14:11.

ÍR byrjaði seinni hálfleikinn á að komast í 16:11 en HK jafnaði í 17:17 um miðjan seinni hálfleik. ÍR-ingar reyndust hins vegar sterkari á lokakaflanum.

Mörk ÍR: Baldur Fritz Bjarnason 12, Bernard Kristján Darkoh 9, Sveinn Brynjar Agnarsson 5, Róbert Snær Örvarsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 2, Hrannar Ingi Jóhannsson 2.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason.

Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Andri Þór Helgason 5, Júlíus Flosason 5, Leó Snær Pétursson 4, Sigurður Jefferson Guarino 4, Ágúst Guðmundsson 3, Aron Dagur Pálsson 2.

Varin skot: Jovan Kukobat 20.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert