Íslendingurinn einn sá besti í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti stórleik. mbl.is/Eyþór

Hornamaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handbolta fyrir glæsilega frammistöðu fyrir Kolstad frá Noregi gegn þýska liðinu Magdeburg síðastliðinn fimmtudag.

Sigvaldi átti sannkallaðan stórleik og skoraði níu mörk í leiknum. Átti hann því stóran þátt í mögnuðum 31:27-heimasigri.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Kolstad en þeir Arnór Snær Óskarsson og Sveinn Jóhannsson komust ekki á blað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert