Von Fjölnismanna lifir áfram

Von Fjölnismanna lifir áfram.
Von Fjölnismanna lifir áfram. mbl.is/Karítas

Fjölnir hafði betur gegn Gróttu, 35:31, í úrvalsdeild karla í handbolta á Seltjarnarnesi í kvöld. Með sigrinum lifir von Fjölnis á að halda sæti sínu í deildinni áfram.

Fjölnir er nú með átta stig í neðsta sæti, tveimur stigum á eftir Gróttu og öruggu sæti.

Eftir hnífjafnar fyrstu mínútur komst Fjölnir fjórum mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik, 11:7 og var staðan í hálfleik 18:15.

Grótta jafnaði í 21:21 um miðjan seinni hálfleik en Fjölnismenn reyndust sterkari á lokakaflanum og knúðu fram sigur.

Mörk Gróttu: Jón Ómar Gíslason 7, Antoine Óskar Pantano 6, Gunnar Dan Hlynsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Atli Steinn Arnarson 3, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Alex Kári Þórhallsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 1, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Ari Pétur Eiríksson 1.

Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 7, Magnús Gunnar Karlsson 2.

Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 8, Elvar Þór Ólafsson 7, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 7, Gunnar Steinn Jónsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 2, Viktor Berg Grétarsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 1.

Varin skot: Bergur Bjartmarsson 11.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert