Bikarmeistararnir áttu ekki möguleika gegn Val

Magnús Óli Magnússon úr Val sækir að vörn Framara.
Magnús Óli Magnússon úr Val sækir að vörn Framara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Valur hafði betur gegn nýkringdum bikarmeisturum Fram, 37:32, í 19. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta á Hlíðarenda í kvöld.

Valur fór fyrir ofan Fram og Aftureldingu með sigrinum og er í öðru sæti með 28 stig. Fram er með 26 stig í fjórða sæti.

Bæði lið voru að finna sig fyrstu fimm mínútur leiksins og Björgvin Páll Gústavsson í Val og Arnór Máni Daðason í Fram vörðu fyrstu fjögur skot leiksins.

Leikurinn var jafn fyrstu tíu mínútur fyrri hálfleiks en eftir það tóku Valsmenn yfir leikinn á öllum vístöðum og voru 10:8 yfir þegar Framarar misstu fyrirliða sinn, Magnús Öder Einarsson, út af en hann fékk rautt spjald þegar hann braut illa á Viktori Sigurðssyni á 17. mínútu.

Framarar voru kærulausir í vörn og tóku slæmar ákvarðanir í sókn og Valur var 19:15 yfir í fyrri hálfleik.

Framarar áttu litla möguleika í seinni hálfleik og voru minnst fjórum mörkum undir. Þeir áttu ágætis kafla undir lok leiks og minnkuðu muninn úr átta mörkum niður í fjögur en það var of seint í rassinn gripið og leikurinn endaði 37:32.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Valur 37:32 Fram opna loka
60. mín. Ívar Logi Styrmisson (Fram) á skot í slá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert