Handknattleiksmaðurinn Magnús Öder Einarsson hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann af aganefnd HSÍ fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarúrslitum á laugardaginn var.
Magnús, sem leikur með Fram, fékk rautt spjald snemma leiks í úrslitum gegn Stjörnunni. Hann gat svo huggað sig við það að Fram vann og varð bikarmeistari í annað sinn í sögunni.
Liðsfélagi hans Ívar Logi Styrmisson fékk einnig rautt spjald í leiknum en hann sleppur við bann. Fékk Ívar spjaldið fyrir að skjóta í andlit markvarðar Stjörnunnar úr víti.
Bannið hjá Magnúsi tekur gildi á morgun og mátti hann því spila leikinn við Val í úrvalsdeildinni í kvöld, þar sem hann fékk aftur rautt spjald fyrir gróft brot.