Enn eitt áfallið fyrir Íslendingaliðið

Elvar Örn Jónsson er að glíma við meiðsli.
Elvar Örn Jónsson er að glíma við meiðsli. mbl.is/Eyþór

Þýska handknattleiksliðið Melsungen varð fyrir áfalli í gær þegar í ljós kom að danski landsliðsmaðurinn Aaron Mensing sleit hásin og verður frá keppni næsta hálfa árið.

Íslensku landsliðsmennirnir Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson leika báðir með Melsungen og eru þeir báðir frá keppni vegna meiðsla og nú hefur Mensing bæst við á meiðslalistann, sem er orðinn ansi langur.

„Það voru allir í áfalli þegar hann meiddist. Það eru sex eða sjö leikmenn að glíma við meiðsli núna,“ sagði Roberto Parrondo þjálfari Melsungen á blaðamannafundi eftir leik Melsungen og Kiel í Evrópudeildinni í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert