Handknattleikskonan danska Sarah Iversen leikur ekki íþrótt sína á næstunni þar sem hún er ólétt af öðru barni sínu.
Línukonan greindi frá tíðindunum á Instagram. Iversen, sem er 34 ára gömul, hefur leikið yfir 100 landsleiki fyrir Danmörku og unnið fimm verðlaun á stórmótum.
Hún sleit krossband í hné á EM í lok síðasta árs og sinnir því öðru hlutverki meðfram endurhæfingunni.