Orri skaut Sporting í átta liða

Orri Freyr Þorkelsson var hetja Sporting.
Orri Freyr Þorkelsson var hetja Sporting. mbl.is/Eyþór

Portúgalska liðið Sporting tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta er liðið gerði jafntefli við Wisla Plock frá Póllandi á útivelli, 29:29.

Sporting þurfti að minnsta kosti eitt stig úr leiknum til að fara upp í annað sæti B-riðils og fara beint í átta liða úrslit.

Orri Freyr Þorkelsson var hetja Sporting því hann jafnaði metin þegar sex sekúndur voru eftir með þriðja marki sínu í leiknum.

Viktor Gísli Hallgrímsson lék ekki með Wisla Plock vegna meiðsla en liðið endaði í sjötta sæti riðilsins og fer í umspil um sæti í átta liða úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert