Selfyssingurinn drjúgur í sigri

Haukur Þrastarson lét vel til sín taka.
Haukur Þrastarson lét vel til sín taka. mbl.is/Eyþór

Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handknattleik, átti afar góðan leik fyrir Dinamo Búkarest þegar liðið vann sterkan sigur á Odorheiu, 32:28, í efstu deild Rúmeníu í morgun.

Dinamo hefur verið í sérflokki á tímabilinu og er í efsta sæti með 54 stig, tíu stigum meira en Minaur Baia Mare í öðru sæti.

Selfyssingurinn Haukur skoraði sex mörk fyrir Dinamo, gaf þrjár stoðsendingar, fiskaði eitt víti og stal boltanum einu sinni.

Var hann jafn markahæstur í leiknum ásamt tveimur liðsfélögum sínum og tveimur leikmönnum Odorheiu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert