Viktor ekki með vegna meiðsla

Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson og Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson hefur neyðst til að draga sig úr landsliðshópi Íslands fyrir tvo leiki gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 vegna meiðsla. Björgvin Páll Gústavsson kemur inn í hópinn í hans stað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, þar sem segir að Björgvin Páll hafi ferðast með starfsfólki landsliðsins til Grikklands en leikmenn liðsins koma saman í dag og á morgun í Grikklandi og hefst þá formlegur undirbúningur liðsins.

Fyrri leikurinn á miðvikudaginn 12. mars fer fram í Chalkida og hefst klukkan 17 að íslenskum tíma. Síðari leikurinn verður svo í Laugardalshöll laugardaginn 15. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert