Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram og landsliðskona í handbolta, er í uppáhaldi hjá Viktori Gísla Hallgrímssyni landsliðsmarkverði.
Viktor var ásamt öðrum leikmönnum spurður hver uppáhalds kvenkynsleikmaður hans væri af samfélagsmiðlateymi Meistaradeildarinnar.
Viktor nefndi Steinunni Björnsdóttur og fór fögrum orðum um hana.
„Hún hefur lengi spilað sem línu- og varnarmaður fyrir uppeldisfélagið mitt Fram og íslenska landsliðið.
Hún þjálfaði mig þegar ég var yngri og er frábær fyrirmynd fyrir alla íþróttamenn,“ svaraði Viktor Gísli.