Aron ekki með á morgun

Aron Pálmarsson er meiddur.
Aron Pálmarsson er meiddur. mbl.is/Eyþór

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, verður ekki með í leik liðsins gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 í Chalkida á morgun þar sem hann er að glíma við meiðsli.

„Aron er tæpur og hefur ekkert æft með okkur. Ég nenni ekki neinum feluleik eða pókerspili í þessum efnum. Aron verður ekki með á morgun. Sextán leikmenn eru heilir og þeir fylla skýrsluna,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson í samtali við Handbolta.is eftir æfingu í dag.

Samkvæmt vefmiðlinum er Aron tognaður á kálfa og hefur af þeim sökum ekki getað tekið þátt í æfingum íslenska liðsins í dag og í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert