Dagur og lærisveinar heiðraðir með frímerkjum

Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni á HM 2025 í janúar.
Dagur Sigurðsson á hliðarlínunni á HM 2025 í janúar. mbl.is/Eyþór

Dagur Sigurðsson, þjálfari karlaliðs Króatíu í handknattleik, stýrði liðinu til silfurverðlauna á HM 2025 í janúar og varð við það að nokkurs konar þjóðhetju í Króatíu ásamt lærisveinum sínum.

Handknattleikssamband Króatíu og póstur Króatíu tóku höndum saman og útbjuggu þrjú frímerki til þess að heiðra Dag og króatíska liðið.

Frímerkin þrjú mynda saman hópmynd sem var tekin af leikmönnum Króatíu og starfsfólki og kostar hvert þeirra 1,7 evrur, jafnvirði 251 íslenskri krónu.

View this post on Instagram

A post shared by IHF (@ihfworldhandball)

Króatíska liðið hafði síðast unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti árið 2013, vann þá til bronsverðlauna, en hafði síðast unnið til verðlauna á EM 2020 er liðið vann silfur.

Gleðin var því mikil á meðal Króata þegar fyrstu verðlaunin í fimm ár komu í hús í byrjun þessa árs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert