Heimsmeistarar Danmerkur töpuðu fyrir Evrópumeisturum Frakka, 33:32, í EHF-bikar karla í Lyon í kvöld.
Danir hafa verið nánast óstöðvandi síðasta árið og unnu alla leiki sína á HM í janúar.
Þá höfðu Danir ekki tapað síðan þeir töpuðu úrslitaleik EM 2024 fyrir Frökkum og unnið alla leiki sína nema einn síðan.