Ljóst hverjir spila í Grikklandi

Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir eru báðir í …
Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir eru báðir í leikmannahópnum í dag. Ljósmynd/Kolstad

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, hefur tilkynnt hvaða 16 leikmenn munu taka þátt í leik liðsins gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 í Chalkida klukkan 17 í dag.

Í gær var greint frá því að fyrirliðinn Aron Pálmarsson yrði utan hóps í leiknum í dag vegna meiðsla.

16 leikmenn eru hins vegar leikfærir og gæti markvörðurinn Ísak Steinsson spilað sinn fyrsta A-landsleik.

Leikmannahópurinn í dag:

Markverðir:
Ísak Steinsson, Drammen (0/0)
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (281/25)

Aðrir leikmenn:
Andri Már Rúnarsson, Leipzig (2/0)
Arnór Snær Óskarsson, Kolstad (2/0)
Benedikt Gunnar Óskarsson, Kolstad (3/0)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Fredericia HK (19/6)
Elliði Snær Viðarsson, Vfl Gummersbach (58/124)
Haukur Þrastarson, Dinamo Búkarest (41/56)
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (94/164)
Kristján Örn Kristjánsson, Skanderborg (33/61)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (50/147)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (24/74)
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad (83/225)
Stiven Tobar Valencia, Benfica (18/18)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, FC Porto (13/19)
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (100/44)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert