Búningsklefi Íslands ekki upp á marga fiska

Íslenska karlalandsliðið mætir Grikklandi síðar í dag.
Íslenska karlalandsliðið mætir Grikklandi síðar í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Búningsklefi íslenska karlalandsliðsins í handbolta í Tasos Kampouris-keppnishöllinni í Chalkida í Grikklandi er vægast sagt ekki upp á marga fiska.

Íslenska karlalandsliðið mætir Grikklandi í 3. riðli undankeppni EM 2026 í Chalkida í dag klukkan 17 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.

Ívar Benediktsson, ritstjóri handbolta.is, er staddur úti með íslenska landsliðinu og tók myndir af búningsklefanum sem er í einu orði sagt hræðilegur.

Þá er ekki mælst til þess að klósettpappír sé sturtað niður í klósettið og því erfitt að sjá fyrir sér hvernig leikmenn íslenska liðsins eigi að geta teflt við páfann, ef þess ber undir.

Ísland er með fjögur stig eða fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppninni gegn Bosníu og Georgíu.

Myndir af búningsklefa Íslands í Grikklandi má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert