Nú fyrir skömmu seldust síðustu miðarnir á leik Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM 2026 í handknattleik karla sem fer fram í Laugardalshöll klukkan 16 á morgun.
Uppselt hefur verið á síðustu heimaleik íslenska landsliðsins og er engin breyting þar á nú þar sem rúmlega 2.000 stuðningsmenn láta sjá sig í Höllinni.
Ísland er í efsta sæti 3. riðils undankeppninnar með fullt hús stiga, sex, að loknum þremur leikjum og getur með sigri á morgun tryggt sæti sitt á EM 2026.
Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu hér á mbl.is og verður í beinni útsendingu á RÚV.