Ísland á EM í handbolta fjórtánda skiptið í röð

Íslenska karla­landsliðið í hand­bolta er komið á EM 2026 eft­ir ör­ugg­an sig­ur á Grikklandi 33:21 í Laug­ar­dals­höll í dag.

Ísland er með 8 stig eft­ir fjóra leiki en Grikk­land, Bosn­ía og Georgía eru með tvö stig hvert. Bosn­ía og Georgía mæt­ast annað kvöld.

Það var ekki að sjá að ís­lenska liðið vantaði lyk­il­menn í hóp­inn í dag. Íslenska liðið byrjaði leik­inn með mikl­um lát­um og skoraði fyrstu 6 mörk leiks­ins. Þá kom fínn kafli hjá gríska liðinu sem náði að minnka mun­inn niður í 3 mörk í stöðunni 7:4.

Íslend­ing­ar fóru þá í að byggja upp gott for­skot og náðu mest 9 marka for­skoti í stöðunum 15:6 og 16:7. Ljósið í myrkr­inu hjá Grikkj­um í fyrri hálfleik var Petros Bou­kovin­as en hann varði 10 skot í fyrri hálfleik.

Grikk­ir náðu að saxa á for­skot Íslands áður en fyrri hálfleik lauk og var staðan eft­ir fyrri hálfleik 16:9 fyr­ir Íslandi, 7 marka mun­ur.

Sig­valdi Björn Guðjóns­son, Sti­ven Tob­ar Valencia og Hauk­ur Þrasta­son voru all­ir með 3 mörk fyr­ir Ísland í fyrri hálfleik. Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði 10 skot í fyrri hálfleik fyr­ir Ísland. 

Hjá Grikkj­um skoraði Ni­kola­os Kriti­kos 3 mörk, þar af eitt úr víti. Eins og fyrr seg­ir varði Petros Bou­kovin­as 10 skot í fyrri hálfleik.

Íslenska liðið hélt upp­tekn­um hætti í seinni hálfleik og náði fljót­lega aft­ur 9 marka for­skoti í leikn­um í stöðunni 19:10 fyr­ir Ísland. Það virt­ist síðan ætla að verða erfitt fyr­ir ís­lenska liðið að rjúfa 10 marka for­skotið.

Það tókst þegar Ýmir Örn Gísla­son skoraði sitt fyrsta mark og staðan var orðin 23:13 fyr­ir Íslandi. Íslenska liðið náði síðan 12 marka for­skoti í stöðunni 26:14 og var 13 mín­út­ur eft­ir af leikn­um. Þá tók gríska liðið leik­hlé en það má segja að á þess­um tíma­punkti hafi sig­ur­inn verið vís fyr­ir Ísland. 

Gríska liðið minnkaði mun­inn niður í 9 mörk í stöðunni 28:19 og var ís­lenska liðið hálf­kæru­laust á þess­um tíma­punkti. Það sætti Snorri Steinn Guðjons­son sig ekki við og tók leik­hlé sem held­ur bet­ur hef­ur virkað því ís­lenska liðið skoraði strax þrjú mörk í röð og komst 12 mörk­um yfir í stöðunni 31:19 fyr­ir Íslandi og aðeins þrjár og hálf mín­úta eft­ir af leikn­um.

Íslenska liðið gaf ekk­ert eft­ir á loka­mín­út­um leiks­ins og vann að lok­um 12 marka sig­ur 33:21 og er komið á sitt fjór­tánda Evr­ópu­mót í röð.

Til ham­ingju Ísland.

Jan­us Daði Smára­son og Andri Már Rún­ars­son skoruðu 4 mörk hvor fyr­ir Ísland. Björg­vin Páll Gúst­avs­son varði 14 skot og Ísak Steins­son 1 skot.

Evang­e­los Arampatz­is skoraði 5 mörk fyr­ir Grikk­land og Petros Bou­kovin­as varði 15 skot fyr­ir Grikki.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Ísland 33:21 Grikk­land opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
16.03 19:00 Bosnía 20:22 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert