Lærisveinar Alfreðs með annan fótinn á EM

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AFP/Henning Bagger

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu góðan sigur gegn nágrönnum sínum í Austurríki, 31:26, í undankeppni Evrópumótsins í handbolta í dag.

Þýskaland er á toppi riðli 7 með sjö stig og þurfa sigur í næsta leik til að tryggja sér sæti á Evrópumótinu sem fer fram í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári.

Marko Grgic var markahæstur í liði Þýskaland með sjö mörk en Lukas Herburger skoraði fimm mörk fyrir Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert