Landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir var frábær í 34:21-sigri Volda gegn Fyllingen í 1. deild Noregs í handbolta í dag.
Volda er á toppi deildarinnar með 41 stig eftir 23 leiki, með tveggja stiga forskot á Fjellhammer sem á leik til góða.
Dana Björg skoraði níu mörk úr þrettán skotum í leiknum og var næst markahæst í liðinu. Auk þess gaf hún tvær stoðsendingar.