Haukar unnu öruggan sigur gegn Gróttu, 35:21, í úrvalsdeild kvenna í handknattleik á Ásvöllum í kvöld.
Haukar eru áfram í þriðja sæti með 28 stig en Grótta er á botninum með sex stig.
Haukar náðu undirtökunum snemma leiks og voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11.
Grótta náði ekki að saxa á forskot Hauka í síðari hálfleik og lokaniðurstaðan 14 marka sigur Hauka, 35:21.
Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst í leiknum en hún skoraði átta mörk fyrir Hauka. Í liði Gróttu var Ída Margrét Stefánsdóttir markahæst með sjö mörk.
Margrét Einarsdóttir varði 12 skot í marki Hauka eða var með 41,4% markvörslu.