Handknattleikskonan Birna Íris Helgadóttir spilaði sinn 500. leik fyrir FH í gær þegar liðið sigraði Berserki 31:13 í 1. deild kvenna í Kaplakrika í gær.
Birna er 39 ára gömul og spilaði sinn fyrsta leik fyrir FH árið 2002 þegar hún var 16 ára gömul. Hún er fyrsti leikmaður félagsins í 17 ár til þess að ná þessum áfanga. Síðastur á undan henni til þess að spila 500 leiki fyrir FH er Guðmundur Pedersen.
FH er í sjöunda sæti næstefstu deildar með 13 stig.
HK og Víkingur mættust í hörkuleik í Safamýri í gær sem HK vann 26:24. HK er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og mætir Fjölni í lokaumferðinni.
Afturelding er í þriðja sæti með 25 stig og hafði betur gegn Fram 2, 33:17, í gær. Afturelding mætir Haukum 2 en lokaumferðin fer fram sunnudaginn 23. mars klukkan 16.
Ljóst er að HK, Afturelding og Víkingur fara í umspil ásamt næstneðsta liði úrvalsdeildar um eitt sæti í úrvalsdeild.