Dagur kominn með Króata á EM

Dagur Sigurðsson þjálfar lið Króata.
Dagur Sigurðsson þjálfar lið Króata. mbl.is/Eyþór Árnason

Króatar, undir stjórn Dags Sigurðssonar, tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik.

Þeir tóku á móti Tékkum í uppgjöri tveggja efstu liða 5. riðils undankeppninnar og unnu yfirburðasigur, 36:20.

Króatar eru með 8 stig í riðlinum, Tékkar 4 stig, Belgar 2 og Lúxemborgarar 2 stig.

Marin Sipic og Filip Glavas voru markahæstir í liði Króata með sex mörk hvor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert