ÍR fór upp í fjórða sæti

Katrín Tinna Jensdóttir skoraði fimm mörk í dag..
Katrín Tinna Jensdóttir skoraði fimm mörk í dag.. mbl.is/Eyþór Árnason

ÍR sigraði Selfoss, 20:19, í hörkuleik á Selfossi í 18. umferð í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag.

ÍR komst upp fyrir Selfoss með sigrinum og er í fjórða sæti með 15 stig. Selfoss er í fimmta sæti með 14 stig.

Selfoss byrjaði leikinn hægt og ÍR komst 5:1 yfir eftir átta mínútur. ÍR var með góða forystu allan fyrri hálfleikinn og staðan var 13:10 fyrir ÍR-ingum í hálfleik.

Selfoss tók við sér og jafnaði metin í 15:15 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. ÍR komst aftur yfir en Selfoss var aldrei langt undan og jafnaði aftur í 19:19. Ásthildur Bertha Bjarkadóttir skoraði sigurmark ÍR þegar tvær mínútur voru eftir og Ágústa Tanja varði síðasta skot heimakvenna í leiknum og leikurinn endaði 20:19.

Katrín Tinna Jensdóttir var markahæst hjá ÍR með fimm mörk. Ingunn María Brynjarsdóttir átti frábæran leik í markinu og varði 15 skot og var með 44% markvörslu.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst hjá heimakonum með átta mörk úr átta skotum. Harpa Valey Gylfadóttir skoraði fimm og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir varði tíu skot, 33% markvarsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert