Með sigrinum gegn Grikkjum í Laugardalshöllinni í gær, 33:21, tryggði Ísland sér sæti í lokakeppni Evrópumóts karla í handknattleik.
Ísland varð jafnframt fyrsta þjóðin til að tryggja sér EM-sæti í gegnum riðlakeppnina en áður lá fyrir að Danmörk, Noregur og Svíþjóð myndu vera í lokakeppninni sem gestgjafar og Frakkland sem ríkjandi Evrópumeistari.
Í dag geta fleiri lið bæst í hópinn og líklegt að m.a. Slóvenía, Króatía, Portúgal og Ungverjaland tryggi sér EM-sæti.