Sigurður Jefferson Guarino og félagar í bandaríska landsliðinu í handbolta hrepptu bronsið í Þróunarmóti IHF í Varna í Búlgaríu eftir sigur gegn Nígeríu í dag, 31:28.
Sigurður, sem leikur með HK í úrvalsdeildinni, skoraði aðeins eitt mark í dag en á mótinu skoraði hann í heildina 13 mörk.
Búlgaría og Bretland mætast síðan í úrslitaleik mótsins í kvöld en leikurinn hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma.