Sterkur sigur Færeyinga

Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði átta mörk fyrir Færeyjar.
Elias Ellefsen á Skipagötu skoraði átta mörk fyrir Færeyjar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Færeyjar höfðu betur gegn sterku liði Hollands, 32:31, í F-riðli í undankeppni EM 2026 í Hollandi í dag.

Fyrri leikur liðanna fór 32:32 í Færeyjum síðastliðinn miðvikudag.

Færeyjar eiga góða möguleika á sæti á EM en þeir tóku toppsætið af Hollendingum með sigrinum og eru með fimm stig. Holland er í öðru sæti með fjögur.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi og staðan í hálfleik var 15:15. Samir Benghanem, sem hefur spilað rúmlega 60 leiki fyrir hollenska landsliðið, fékk beint rautt spjald á lokamínútum fyrri hálfleiks og þurfti liðið að vera án hans í seinni hálfleik.

Færeyingar tóku forystuna snemma í seinni hálfleik og komust mest fjórum mörkum yfir. Hollendingar minnkuðu muninn niður í eitt mark á lokamínútu leiksins og gerðu leikinn mjög spennandi.

Hollendingar spiluðu góða vörn í stöðunni 32:31 fyrir Færeyjum, unnu boltann og tóku leikhlé þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum. Færeyingar lokuðu vel og heimamenn náðu ekki skoti á markið áður en tíminn rann út.

Elias Ellefsen á Skipagötu var markahæstur fyrir gestina með átta mörk og Óli Mittun skoraði sex mörk.

Hjá Hollandi var Rutger ten velde markahæstur með átta mörk og Dani Baijens skoraði sex.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert