Bruno áfram fyrir norðan

Bruno Bernat í leik með KA.
Bruno Bernat í leik með KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleiksmarkvörðurinn Bruno Bernat hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt KA. Samningurinn er til næstu tveggja ára, til sumarsins 2027.

Bruno er 22 ára gamall og hóf ungur að árum að leika með meistaraflokki KA. Hann var á sínum tíma í U21-árs landsliði Íslands.

„Við erum afar spennt fyrir því að halda Bruno áfram innan okkar raða en auk þess að vera frábær í markinu er Bruno þekktur fyrir frábærar sendingar upp völlinn sem hafa gefið fjölmörg mikilvæg hraðaupphlaupsmörk undanfarin ár,“ sagði meðal annars í tilkynningu handknattleiksdeildar KA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert