Fjöldi íslenskra marka í Svíþjóð

Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einar Bragi Aðalsteinsson og Ólafur Andrés Guðmundsson létu báðir vel að sér kveða hjá liðum sínum þegar Kristianstad vann öruggan sigur á Karlskrona, 32:23, í næstsíðustu umfer sænsku úrvalsdeildinnar í handknattleik í kvöld.

Kristanstad er í þriðja sæti með 33 stig og Karlskrona er sæti neðar með 30. Bæði lið fara í úrslitakeppnina um sænska meistaratitilinn.

Einar Bragi skoraði fjögur mörk fyrir Kristianstad og Ólafur gerði slíkt hið sama fyrir Karlskrona.

Ólafur var jafn markahæstur í sínu liði en Dagur Sverrir Kristjánsson komst ekki á blað hjá Karlskrona að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert