Fyrirliðinn áfram í Garðabæ

Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni.
Tandri Már Konráðsson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Arnþór

Tandri Már Konráðsson, fyrirliði Stjörnunnar í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning við uppeldisfélag sitt sem gildir til næstu tveggja ára, til sumarsins 2027.

Tandri Már er 34 ára gamall leikstjórnandi og vinstri skytta sem er einnig sterkur varnarmaður. Hann hefur leikið með Stjörnunni frá árinu 2019 þegar Tandri Már kom heim úr atvinnumennsku, þar sem hann lék í Danmörku og Svíþjóð.

„Ég er gríðarlega spenntur fyrir framhaldinu með uppeldisfélaginu mínu Stjörnunni. Félagið hefur verið stór hluti af lífi mínu og það er heiður að fá að vera áfram hluti af þessari frábæru liðsheild,“ sagði Tandri Már um nýja samninginn í tilkynningu frá handknattleiksdeild Stjörnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert