Handknattleikskonan Rakel Sara Elvarsdóttir hefur framlengt samning sinn við uppeldisfélag sitt KA/Þór.
Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir út keppnistímabilið 2026-27 en hún er 22 ára gamall hornamaður.
Hún var valin efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar tímabilð 2020-21 þegar KA/Þór varð þrefaldur meistari.
Rakel hefur ekkert leikið með Akureyringum á tímabilinu eftir að hafa slitið krossband fyrir ári síðan en KA/Þór fagnaði sigri í 1. deildinni á dögunum og leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.