Björgvin Páll í liði vikunnar

Björgvin Páll Gústavsson fyrir landsliðsæfingu á dögunum.
Björgvin Páll Gústavsson fyrir landsliðsæfingu á dögunum. mbl.is/Eyþór

Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er í liði 3. og 4. umferða riðlakeppni undankeppni EM 2026 fyrir góða frammistöðu sína í leikjum gegn Grikkjum í síðustu viku.

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag um þá átta leikmenn sem mynda lið landsliðsvikunnar, þar sem Björgvin Páll stendur í markinu.

Hann var upphaflega ekki í landsliðshópnum en var svo kallaður inn vegna meiðsla Viktor Gísla Hallgrímssonar, nýtti tækifæri sín vel og hjálpaði Íslandi að tryggja sæti sitt á EM í janúar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert