Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handknattleik, er í liði 3. og 4. umferða riðlakeppni undankeppni EM 2026 fyrir góða frammistöðu sína í leikjum gegn Grikkjum í síðustu viku.
Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í dag um þá átta leikmenn sem mynda lið landsliðsvikunnar, þar sem Björgvin Páll stendur í markinu.
Hann var upphaflega ekki í landsliðshópnum en var svo kallaður inn vegna meiðsla Viktor Gísla Hallgrímssonar, nýtti tækifæri sín vel og hjálpaði Íslandi að tryggja sæti sitt á EM í janúar á næsta ári.
𝗦𝗵𝗶𝗻𝗻𝗶𝗻𝗴 𝗯𝗿𝗶𝗴𝗵𝘁𝗲𝗿 than everyone💫 Meet the 𝗧𝗘𝗔𝗠 𝗢𝗙 𝗧𝗛𝗘 𝗪𝗘𝗘𝗞 for rounds 3⃣ & 4⃣! #ehfeuro2026 #handball #puregreatness pic.twitter.com/pXIcvXoJW6
— EHF EURO (@EHFEURO) March 18, 2025