Fyrsta tap Íslendingaliðsins í hálft ár

Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. mbl.is/Eyþór

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik fyrir Kadetten þegar liðið tók á móti St. Gallen í efstu deild Sviss í handbolta í kvöld.

Leiknum lauk með afar óvæntum sigri St. Gallen, 33:32, en Kadetten er í efsta sæti deildarinnar með 43 stig á meðan St. Gallen er í níunda og næstneðsta sætinu með 16 stig.

Óðinn Þór skoraði níu mörk í leiknum og var markahæsti maður vallarins en þetta var fyrsta tap Kadetten í deildinni síðan 11. september á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert