Penninn á lofti í Vestmannaeyjum

Birna Dís Sigurðardóttir í leik með ÍBV í vetur.
Birna Dís Sigurðardóttir í leik með ÍBV í vetur. mbl.is/Árni Sæberg

Handboltakonurnar Agnes Lilja Styrmisdóttir, Birna Dís Sigurðardóttir og Birna María Unnarsdóttir hafa allar framlengt samninga sína við ÍBV.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum en þær skrifuðu allar undir tveggja ára samning við félagið sem gildir út keppnistímabilið 2026-27.

Þær eru allar uppaldar hjá félaginu og þá eiga þær allar að baki leiki fyrir yngri landslið Íslands.

„Við erum afar ánægð með að stelpurnar muni áfram leika með ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,“ segir meðal annars í tilkynningu Eyjamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert