Tekur slaginn í úrvalsdeild

Lydía Gunnþórsdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili.
Lydía Gunnþórsdóttir í leik með KA/Þór á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleikskonan Lydía Gunnþórsdóttir hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA/Þór og er nú samningsbundin til sumarsins 2027.

Lydía er aðeins 18 ára gömul en hefur þrátt fyrir ungan aldur verið í lykilhlutverki hjá KA/Þór undanfarin ár og lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið aðeins 15 ára gömul.

Hún er bráðefnilegur leikstjórnandi sem tekur slaginn með uppeldisfélaginu í úrvalsdeild á næsta tímabili, þar sem KA/Þór er búið að vinna sér inn sæti að nýju með því að vinna 1. deild á yfirstandandi tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert