Valskonur unnu toppslaginn

Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sjö mörk í kvöld.
Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sjö mörk í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Thea Imani Sturludóttir og Ásdís Þóra Ágústsdóttir voru markahæstar hjá Val þegar liðið lagði Hauka í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í handbolta á Hlíðarenda í kvöld.

Leiknum lauk með sex marka sigri Vals, 29:23, en Thea og Ásdís skoruðu sjö mörk hvor fyrir Val.

Valur, sem tapaði fyrir Fram í síðustu umferð, er með 34 stig í efsta sæti deildarinnar og hefur fjögurra stiga forskot á Fram sem er í öðru sætinu og á leik til góða.

Haukar eru í þriðja sætinu með 28 stig og eiga nú veika von um að enda í öðru sætinu eftir tap kvöldsins.

Valskonur voru sterkari aðilinn allan tímann og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 15:9.

Mörk Vals: Thea Imani Sturludóttir 7, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 7, Lovísa Thompson 4, Lilja Ágústsdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1, Hildigunnur Einarsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10, Silja Müller 3.

Mörk Hauka: Elín Klara Þorkelsdóttir 8, Sara Odden 6, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 2, Sara Kristín Gunnarsdóttir 1, Birta Lind Hóhannsdóttir 1, Thelma Melsted Björgvinsdóttir 1.

Varin skot:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert