Íslendingarnir fóru mikinn í Danmörku

Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik fyrir Skandeborg þegar liðið tók á móti Sönderyjske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Leiknum lauk með jafntefli, 26:26, þar sem Skandeborg jafnaði metin þegar rúmlega mínúta var til leiksloka en Kristján Örn var markahæstur hjá danska liðinu með átta mörk.

Skandeborg er með 28 stig í fjórða sæti deildarinnar, sjö stigum minna en topplið Aalborgar en Aalborg á leik til góða á Skandeborg.

Dramatískt sigurmark

Þá varði Ágúst Elí Björgvinsson átta skot í marki Ribe-Esbjerg þegar liðið heimsótti Bjerringbro/Silkeborg.

Leiknum lauk með dramatískum sigri Bjerringbro/Silkeborg, 33:32, þar sem Bjerringbri/Silkeborg skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins.

Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði eitt mark fyrir Bjerringbro/Silkeborg sem er í fimmta sætinu með 27 stig en Elvar Ásgeirsson komst ekki á blað hjá Ribe-Esbjerg sem er í tólfta sætinu með 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert