Gísli Þorgeir Kristjánsson átti góðan leik fyrir Magdeburg þegar liðið tók á móti Füchse Berlín í stórleik þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld.
Leiknum lauk með þriggja marka sigri Füchse Berlín, 33:30, en Gísli Þorgeir skoraði fimm mörk í leiknum. Ómar Ingi Magnússon kom lítið við sögu en hann er að jafna sig á ökklameiðslum.
Magdeburg er með 29 stig í sjötta sætinu en á tvo til þrjá leiki til góða á liðin fyrir ofan sig, þar á meðal Füchse Berlín sem er í toppsætinu með 37 stig.