Varði víti þegar leiktíminn var runninn út

Eyjakonur fagna vítavörslu Mörtu Wawrzykowsku.
Eyjakonur fagna vítavörslu Mörtu Wawrzykowsku. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV og Selfoss gerðu dramatískt jafntefli, 27:27, í 19. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. 

Eftir leikinn er ÍBV komið í sjötta sætið með tíu stig, jafnmörg og Stjarnan í sjöunda en Grótta er neðst með átta stig. Eitt þessara liða fellur niður í 1. deild og næstneðsta liðið þarf að fara í umspil. Liðið í sjötta sæti kemst í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Selfoss er hins vegar í fjórða sæti með fimmtán, jafnmörg og ÍR í fimmta. 

Selfoss náði átta marka forystu í fyrri hálfeik, 15:7, en ÍBV kom sér síðan hægt og rólega inn í leikinn. 

Á síðustu mínútum leiksins var ÍBV mest megnis með forystu en Selfoss náði að jafna. Selfyssingar fengu síðan víti og leiktíminn rann út. Á punktinn steig Hulda Dís Þrastardóttir en Marta Wawrzykowska varði frá henni og tryggði ÍBV stig. 

Mörk ÍBV: Sunna Jónsdóttir 7, Birna Berg Haraldsdóttir 6, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 5, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Britney Cots 3, Birna María Unnarsdóttir 2, Ásdís Halla Hjarðar 1. 

Varin skot: Marta Wawrzykowska 9. 

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hulda Dís Þrastardóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 4, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 3, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 3, Eva Lind Tyrfingsdóttir, 2, Hulda Hrönn Bragadóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1. 

Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert