Naumt tap Vals í Slóvakíu

Valskonur fögnuðu sigri á Slavia Prag frá Tékklandi í átta …
Valskonur fögnuðu sigri á Slavia Prag frá Tékklandi í átta liða úrslitum Evrópubikarsins á dögunum. mbl.is/Ólafur Árdal

Val­ur mátti þola 25:23-tap gegn Michalovce frá Slóvakíu í fyrri leik liðanna í undanúr­slit­um Evr­ópu­bik­ars kvenna í hand­bolta í dag.

Seinni leik­ur liðanna fer fram á Hlíðar­enda eft­ir viku.

Heima­kon­ur byrjuðu viður­eign­ina bet­ur og voru snemma leiks þrem­ur mörk­um yfir, 4:1. Val­ur náði að jafna met­in, 4:4, þegar fyrri hálfleik­ur var rúm­lega hálfnaður og tók Michalovce leik­hlé í kjöl­farið.

Þá tók við góður kafli heima­kvenna sem skoruðu 10 mörk gegn fjór­um mörk­um Vals. Staðan í hálfleik var því 14:8 fyr­ir Michalovce.

Valskon­ur byrjuðu síðari hálfleik­inn af krafti og náðu að minnka mun­inn í tvö mörk, 16:14, þegar rúm­ar tíu mín­út­ur voru liðnar af hon­um.

Í kjöl­farið var mikið jafn­ræði með liðunum sem skipt­ust á að skora. Þegar fimm mín­út­ur voru eft­ir af leikn­um náði Val­ur að jafna met­in, 22:22.

Michalovce átti hins veg­ar góðan loka­sprett og vann leik­inn að lok­um með tveim­ur mörk­um, 25:23.

Þórey Anna Ásgeirs­dótt­ir var marka­hæst í leikn­um en hún skoraði sjö mörk fyr­ir Val. Í liði Michalovce skoruðu Veronika Haban­kova og Pat­ricia Woll­in­gerova fimm mörk hvor.

Haf­dís Renötu­dótt­ir átti stór­leik í marki Vals en hún varði 17 skot eða var með um 40,5% markvörslu.

Lýs­ing upp­fær­ist sjálf­krafa

All­ar lýs­ing­ar í beinni

Michalovce 25:23 Val­ur opna loka
Augna­blik — sæki gögn...
mbl.is

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert