Aldís mögnuð í úrslitakeppninni

Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara.
Aldís Ásta Heimisdóttir í leik með Skara. Ljósmynd/Viktor Ljungström

Aldís Ásta Heimisdóttir var frábær í sigri deildarmeistara Skara á Kristianstad, 30:29, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni sænska handboltans í Skara í kvöld. 

Aldís Ásta skoraði níu mörk og var markahæst allra í leiknum en hjá Kristianstad skoraði Berta Rut Harðardóttir eitt og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir ekkert. 

Þrjá sigra þarf til að komast áfram í undanúrslitin en næsti leikur fer fram á föstudaginn í Kristianstad. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert