Efsta deild þýska handboltans mun notast við marklínutækni á næsta tímabili.
Þetta staðfesti Frank Bohmann formaður deildarinnar í samtali við þýska miðilinn DPA.
Hingað til hefur aðeins verið notast við marklínutækni á leikjum úrslitahelgar bikarkeppninnar en nýja tæknin mun koma til með að aðstoða dómara enn frekar við ákvarðanir sínar en nú þegar er myndbandsdómgæsla notuð.
Hingað til hefur myndbandsdómgæslan ekki alveg getað sagt til um hvort boltinn fari yfir línuna í vafaatriðum. Þýskir miðlar greina frá því að nýja tæknin muni kosta deildina um 500 þúsund evra eða 72 milljónir íslenskra króna.