Sænska handknattleiksgoðsögnin Kim Andersson verður aðstoðarþjálfari hjá liði sínu Ystad eftir að hann hættir sem leikmaður að yfirstandandi tímabili loknu.
Þetta staðfesti félagið í dag en Andersson, sem verður 43 ára á árinu, hefur leikið með Ystad um árabil.
Andersson lék fjöldann allan af landsleikjum fyrir Svíþjóð og var leikmaður hjá þýska stórliðinu Kiel frá 2005 til 2012.