Alfreð harðorður í viðtali

Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. AFP/Ina Fassbender

Alfreð Gíslason, þjálfari þýska karlalandsliðsins í handknattleik, er ekki hrifinn af sjö á móti sex reglunni sem hefur orðið algengri í íþróttinni síðustu ár. 

Sjö á móti sex felst í því að sóknarliðið taki markmanninn sinn af velli og bæti leikmanni við í sóknina. Þar af leiðandi verður sóknarliðið einum fleiri gegn sex varnarmönnum. 

Reglan hefur lengi verið umdeild og telja margir að hún skapi leiðinlegan handbolta, Alfreð er einn þeirra. Hann gengur svo langt að kalla regluna skemmdarverk. 

„Ég hef aldrei verið aðdáandi og tel þetta vera skemmdarverk í handboltaheiminum,“ sagði Alfreð við Handballwoche

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert