Færeyingurinn Óli Mittún átti sannkallaðan stórleik í sigri Svíþjóðarmeistara Sävehof á Karlskrona, 28:22, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Svíþjóðarmótsins í handknattleik.
Óli skoraði tíu mörk fyrir Sävehof en Tryggvi Þórisson skoraði ekki.
Hjá Karlskrona skoraði Ólafur Guðmundsson fjögur mörk og Dagur Sverrir Kristjánsson eitt.
Næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli Sävehof á fimmtudaginn. Þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.
Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði þá eitt mark í tapi Kristianstad fyrir Hammarby, 27:25, í Kristianstad.
Næsti leikur liðanna fer fram á heimavelli Hammarby í Stokkhólmi á föstudaginn.